Flökkuskinna

35 2. kafli – – Nei, það er of umsvifamikið. En þess er krafist af landkönn- uði að hann leggi fram sannanir. Ef til dæmis er um að ræða stórt fjall sem hann hefir fundið er heimtað að hann komi með stóra steina. Landfræðingurinn tók skyndilega viðbragð. – En þú, þú ert langt að kominn! Þú ert landkönnuður! Þú lýsir fyrir mér hnettinum þínum. Og landfræðingurinn fletti sundur skrám sínum og tálgaði blýant sinn. Frásagnir landkönnuða eru fyrst skráðar með blýanti. Það er látið bíða að skrifa þær með bleki þangað til sannanir hafa verið lagðar fram. – Jæja? sagði landfræðingurinn. – Ó, hjá mér er ekki svo merkilegt, sagði litli prinsinn. Það er allt ósköp lítið. Ég hefi þrjú eldfjöll, tvö með eldi og eitt kulnað. En maður veit aldrei. – Maður veit aldrei, sagði landfræðingurinn. – Ég hefi líka blóm. – Við skráum ekki blóm, sagði landfræðingurinn. – Hvers vegna ekki? Það er það fallegasta! – Af því að blóm eru skammæ. – Hvað táknar „skammær“? – Landfræðibækur, sagði landfræðingurinn, eru dýrmætastar allra bóka. Þær ganga aldrei úr sér. Það er mjög sjaldgæft að fjall færist úr stað. Það er mjög sjaldgæft að úthaf þorni. Við skrifum um það sem er eilíft. – En kulnuð eldfjöll geta vaknað aftur, skaut litli prinsinn inn. Hvað táknar „skammær“? – Hvort eldfjöllin eru heldur kulnuð eða virk, það gildir einu fyrir okkur landfræðingana. Það er fjallið sem skiptir máli. Það breytist ekki. – En hvað táknar „skammær“? endurtók litli prinsinn sem

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=