Flökkuskinna

34 – Þetta er mjög fróðlegt, sagði litli prinsinn. Þetta er loksins raunverulegt starf ! Og hann renndi augunum í kringum sig, yfir hnött landfræðingsins. Hann hafði aldrei áður séð svo tignarlegan hnött. – Hann er mjög fallegur, hnötturinn yðar. Eru úthöf? – Það get ég ekki vitað, sagði landfræðingurinn. – Á! (Litli prinsinn varð fyrir vonbrigðum.) Og fjöll? – Það get ég ekki vitað, sagði landfræðingurinn. – Og borgir og ár og eyðimerkur? – Það get ég heldur ekki vitað, sagði landfræðingurinn. – En þér eruð landfræðingur! – Það er rétt, sagði landfræðingurinn, en ég er ekki landkönn- uður. Mig vantar alveg landkönnuði. Það er ekki landfræðing- urinn sem fer og telur borgirnar, árnar, fjöllin, höfin, úthöfin og eyðimerkurnar. Landfræðingurinn er of mikill til þess að flækj- ast um. Hann víkur ekki af skrifstofunni. En hann tekur á móti landkönnuðunum. Hann spyr þá og skráir frásagnir þeirra. Og ef frásagnir einhvers virðast fróðlegar, lætur landfræðingurinn kanna siðferði landkönnunarmannsins. – Hvers vegna það? – Af því að landkönnuður sem segði ósatt mundi valda vand- ræðum í landfræðibókum. Og líka landkönnuður sem drykki of mikið. – Hvernig þá? sagði litli prinsinn. – Af því að drykkjumenn sjá tvöfalt. Þá mundi landfræðing- urinn skrá tvö fjöll þar sem aðeins væri eitt. – Ég veit um mann, sagði litli prinsinn, sem mundi vera lé- legur landkönnuður. – Það getur vel verið. En þegar siðferði landkönnuðarins sýnist gott, er uppgötvun hans rannsökuð. – Er farið á staðinn? Hver er munurinn á landfræðingi og landkönnuði?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=