Flökkuskinna

33 2. kafli – XV Sjötti hnötturinn var tíu sinnum stærri. Á honum bjó gamall herramaður, sem skrifaði gríðarstórar bækur. – Sko! Þarna er landkönnuður! hrópaði hann, þegar hann sá litla prinsinn. Litli prinsinn tyllti sér á borðið og blés dálítið. Hann hafði þegar ferðast svo mikið. – Hvaðan kemur þú? spurði herrann. – Hvaða þykka bók er þetta? sagði litli prinsinn. Hvað eruð þér að gera? – Ég er landfræðingur, sagði gamli herrann. – Hvað er landfræðingur? – Það er vísindamaður sem veit hvar höfin, árnar, borgirnar, fjöllin og eyðimerkurnar eru. Litli prinsinn nefnist skemmtileg saga eftir Antoine de Saint-Exupéry og fjallar um strák sem býr á smástirninu B 612. Hann heldur af stað í ferðalag frá stjörnunni sinni og heimsækir smástirni og aðra hnetti. Þar hittir hann bæði menn og dýr, spyr margra spurninga og verður margs vísari.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=