Flökkuskinna

32 Fjallganga Hæsta fjallið á Mars er 24 kílómetra hátt og ég hef klifið það í draumi. Ég man að útsýnið af tindinum var stórfenglegt, og bláa plánetan synti í hálfrökkri kvöldsins. Mig minnir Louis Armstrong vera með mér, nei Lance Armstrong, nei það er Neil Armstrong sem ég er að meina. Þegar ég vaknaði var ég enn í fjallgönguskónum og þeir voru ataðir rauðum leir, sem ég skóf af sólunum og hnoðaði í lítið tungl. Gyrðir Elíasson 1. a) Hvað dreymdi ykkur í nótt? b) Segið frá eftirminnilegum draumi. 2. Breyttu draumnum þínum í örsögu og skrifaðu hana niður. Hafðu í huga það sem stendur í rammanum um örsögur. 3. Hverjir eru Armstrong mennirnir í draumnum? 4. Á bókasafninu eða veraldarvefnum getur þú fundið upplýsingar um þá og frægð þeirra. Örsaga er stutt frásögn. Textinn er hnitmiðaður og myndrænn. Viðfangsefnið er eitthvað ákveðið, til dæmis einn atburður, upplifun eða draumur. Persónur eru fáar, oft ein til þrjár. Lesandinn á auðvelt með að setja sig í spor þeirra. Staldraðu við …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=