Flökkuskinna
30 3. Frásögnin um Hodja er myndræn og auðvelt að ímynda sér hvernig torgið í Pettó lítur út og hvað fólk og dýr eru að gera. Skiptið textanum og deilið síðan textabrotunum á milli ykkar. Túlkið með teikningu textabrotið sem þið fenguð úthlutað. Hjálpist að við að púsla myndbrotunum saman í eina stóra mynd. 4. Ímyndaðu þér að þú eigir fljúgandi teppi eins og Hodja. Hvert ferðu, hvað sérðu og hvað gerist? Skrifaðu um ferðalagið og notaðu lýsingarorð til þess að frásögnin verði myndræn. 2. Þegar fólk ferðast lætur það oft vita af ferðum sínum, kaupir póst- kort og sendir til vina og vandamanna. Sá sem skrifar segir gjarnan frá því hvar hann er staddur, hvað hann hafi skoðað eða gert. Stundum lýsir hann veðrinu og hvernig honum líður. Settu þig í spor Hodja og skrifaðu póstkort sem hann sendir til mömmu sinnar. Að skrifa póstkort Nafn og fullt heimilisfang er sett á línurnar hægra megin. Vinstra megin er gert ráð fyrir texta: – Efst: staður og dagsetning – Í miðjunni: texti – Neðst: kveðja Frímerki er límt efst í hægra hornið Jóna Jónsdóttir Hraunbraut 7 200 Kópavogi Ísland Búlgóslavíu 30. sept 2013 Kæra… Kveðja…
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=