Flökkuskinna
29 2. kafli – og aðrir fóru að hlæja svo að tárin streymdu niður kinnarnar á þeim. Og tötralegi maðurinn með grófu röddina sleppti Hodja. Hviss, það heyrðist þytur – og Hodja var horfinn. Í lítilli hliðargötu kallaði hann á teppið og strax og það hafði lent við hliðina á honum vafði hann því saman, stakk því undir hand- legginn og hljóp eins og fætur toguðu inn í þrengstu göturnar í Pettó. Úff, hugsaði Hodja þegar hann stansaði loksins til að blása mæð- inni. Næst verð ég að gæta mín betur. Hann skaust inn í dyragætt og horfði eftir götunni til að vita hvort nokkur væri á eftir sér. Það var að verða dimmt og fjöldi fólks streymdi framhjá honum. En enginn líktist þeim sem hann hafði séð á torginu. Aha, hugsaði Hodja. Þarna lék ég á þau. Og síðan þrammaði hann ánægður áfram til að finna stað þar sem hann gæti keypt ögn af mat. En ef Hodja hefði horft almennilega í kringum sig þá hefði hann ábyggilega ekki verið svona ánægður. Því þegar hann hélt úr dyragættinni þá laumaðist lítill skuggi á eftir honum – lítill skuggi í stórri, brúnni skikkju. 1. Lestu söguna aftur yfir og núna skaltu skrifa niður það sem Hodja hugsaði. Dæmi: • Heimurinn er það stærsta sem til er. • Mamma verður glöð þegar ég segi henni frá öllu sem ég hef séð. Staldraðu við … Hvernig fór Hodja að því að endurheimta teppið sitt?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=