Flökkuskinna

28 – Börn eru ekki vön að eiga teppi, sagði hún og varð ennþá tor- tryggnari á svipinn; Þú skyldir þá ekki hafa stolið því, eða hvað? – Nei, sagði Hodja og reyndi að sleppa burt frá konunni. Nei, ég á þetta teppi. En nú fór konan að æpa. – Stöðvið hann, argaði hún. Hann hefur stolið teppi. Nokkrir þeirra sem stóðu næstir umkringdu Hodja og litu á teppið hans og tötralegur maður í sandölum og skítugur á tánum þreif í handlegginn á Hodja. – Komdu með teppið, sagði hann með grófri röddu sem hljómaði eins og verið væri að saga tré í sundur. Komdu með það, þjófurinn þinn. Hodja reyndi að losa sig en maðurinn hélt honum föstum. Og konan þreif teppið af Hodja á meðan tötralegi maðurinn hélt honum. – Ég á teppið, sagði konan. Strákurinn stal því frá mér þegar ég var að sækja vatn í brunninn. – Það er lygi, sagði Hodja og barðist við að losa sig. – Hvað sýnist ykkur, hvæsti konan og breiddi úr teppinu á jörð- inni og benti á það. Er það kannski ekki rautt? – Ó, jú, sagði fólkið sem stóð í kringum hana. Ó, jú, það er rautt. – Og ætli ég eigi það þá ekki? spurði konan. – Ó, jú, sagði fólkið. Þá hlýturðu örugglega að eiga það. – Fínt , sagði konan og steig á teppið. Þarna sérðu, árans litli þjófurinn þinn. Hypjaðu þig svo í burtu. Hodja horfði dapur í bragði á teppið sitt. En þá datt honum allt í einu nokkuð í hug. – Fljúgðu, teppi, æpti hann. Og áður en konan gat deplað auga þá var teppið flogið af stað og sjálf veltist hún um á jörðinni með fæturna beint upp í loftið. Sumir urðu svo undrandi að augun ætluðu út úr höfðinu á þeim Hvers vegna fór konan að æpa?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=