Flökkuskinna

27 2. kafli – söluborðin stóðu sölumennirnir og hækkuðu stöðugt róminn til þess að fólk tæki eftir þeim. Í loftinu lá sterk fýla af svita og asna- skít og það rauk af nýsteiktu kindakjöti. Það leið stundarkorn áður en Hodja herti upp hugann og tróð sér inn í háværa, iðandi mannþröngina. Það var svo þröngt í kringum hann að hann tókst næstum á loft og barst með straumnum. Váá, hugsaði Hodja lafmóður. Hvar ætli ég lendi eiginlega? Hann þrýsti teppinu sínu að sér til þess að enginn hrifsaði það af honum og svo var honum hrint og stjakað eftir þröngri, sóðalegri götu uns hann var kominn inn á torg. Torgið var stórt hellulagt svæði. Fram með húsveggjunum stóðu kameldýr, bundin saman hlið við hlið. Aftan við súlu sat maður og spilaði á granna flautu og fyrir framan hann lá tágakarfa með tveimur slöngum. Hodja stóð kyrr og horfði á manninn með flautuna. Slöngurnar tvær í körfunni liðuðust upp og niður þegar maðurinn spilaði. Að lokum lagði maðurinn flautuna frá sér, tók slöngurnar upp úr körfunni og vafði þeim um hálsinn. Hodja brá og hann steig fáein skref aftur á bak og var þá nærri dottinn um mann sem lá á torginu og svaf. Úff, hugsaði Hodja. Þetta er svei mér hættuleg borg. En nú ætla ég að ná mér í matarbita því að maginn í mér er galtómur. Hodja ruddi sér braut yfir torgið. Á einum stað kom hann að brunni þar sem kona var að sækja vatn í krukku. Ó, hugsaði Hodja, mikið óskaplega er ég þyrstur. Hann gekk til konunnar og leit á krukkuna hennar. – Má ég fá vatnssopa? spurði hann. Ég er svo þyrstur. Konan horfði tortryggin á hann. – Heyrðu mig, sagði hún. Hvar hefurðu fengið þetta teppi? – Öhh, sagði Hodja. Heima hjá mér. Konan setti frá sér vatnskrukkuna og færði sig nær. Hvers vegna varð Hodja óttasleginn þegar hann kom til borgarinnar Pettó?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=