Flökkuskinna

26 og hesta í heiminum. En hann gerði það ekki af því að hann hafði ekki hugmynd um hvað hann hefði átt að gera með svo mörg dýr. Það furðulegasta við soldáninn var svo sem ekki það að hann var ríkasti og voldugasti maður landsins – því að einhver varð að vera það. Nei, það furðulegasta við hann var það að hann gat alls ekki látið sér nægja eina konu. Þess vegna kvæntist hann nýrri konu í hverri viku og þannig hafði hann með tíð og tíma safnað sér 234 konum sem bjuggu allar í höllinni hans. Þær gerðu ekki annað en að tala og borða og sofa og þess vegna voru þær allar eins gildar og hnött- óttar og fullir belgir af víni. En Hodja vissi ekki neitt um allt þetta. Ekki ennþá. Hann sá bara stóru borgina langt fyrir neðan sig og ákvað að lenda og skoða borgina svolítið. En, hugsaði Hodja, ef ég lendi inni í borginni þá kemst fólk að því að ég er með fljúgandi teppi og þá verður því ábyggilega stolið frá mér. Ég ætla að lenda á auðu svæði þar sem enginn getur séð til mín. Spölkorn utan við Pettó var lítill skógur og handan við hann lenti Hodja. Hann vafði saman teppinu, stakk því undir handlegginn og þrammaði inn í stóru borgina. Þegar hann var kominn inn um borgarhliðið stansaði hann ótta- sleginn og leit í allar áttir því að hann hafði aldrei séð neitt þessu líkt. Í Pettó úði og grúði af fólki svo að borgin líktist mest risavaxinni mauraþúfu. Um þröngar göturnar streymdi fólk í öllum stærðum og gerðum og í alls konar furðulegum fötum. Hávaðinn var eins og í hundrað smiðjum, bjöllur hringdu, það ískraði og skrölti í vögnum, börn orguðu, asnar hneggjuðu, kameldýr hóstuðu, karl- menn hrópuðu og bölvuðu, konur æptu og skömmuðust og við Af hverju ákvað Hodja að lenda teppinu fyrir utan borgina?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=