Flökkuskinna

25 2. kafli – En núna – á fjórða degi – var Hodja orðinn þreyttur og svangur og þyrstur. Undir kvöld þegar sólin var að setjast og himinninn glóði í grænum og gulum litum þá kom Hodja auga á bæ langt í burtu. – Váá, sagði Hodja. Hvaða bær ætli þetta sé? Hann er miklu stærri en allir hinir bæirnir sem ég hef séð. Og það reyndist rétt. Því að bærinn, sem Hodja hafði komið auga á, var sjálf Pettó – höfuðborgin í Búlgóslavíu. Hodja sá að allir turnarnir í henni glömpuðu eins og gull í kvöldsólinni. Og í miðri borginni sá hann höll soldánsins. Soldáninn var ríkasti og voldugasti maður í Búlgóslavíu. Hann var svo ríkur að hann hefði getað keypt öll kameldýr og alla asna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=