Flökkuskinna

24 Hodja kemur til Pettó Nú liðu fjórir dagar og á þessum fjórum dögum flaug Hodja yfir mestalla Búlgóslavíu. Hann sá há, blá fjöll og feiknastórar, gular eyðimerkur. Hann sá bæi með skínandi turnum þar sem rykug pálmatré stóðu fram með göt- unum og hann sá stór fljót sem streymdu hægt til sjávar langt í fjarska. Og Hodja hafði aldrei ímyndað sér að heimurinn gæti verið svona stór. Heimurinn er það stærsta sem til er, hugsaði Hodja. Hún mamma verður glöð þegar ég segi henni frá öllu því sem ég hef séð. Í þessa fjóra daga, sem Hodja flaug yfir Búlgóslavíu og virti hana fyrir sér, svaf hann á hverri nóttu uppi í loftinu á teppinu og hann borðaði allan matinn sem mamma hans hafði látið hann hafa með sér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=