Flökkuskinna

21 1. kafli – Gleraugun Þegar ég byrjaði í skólanum um haustið sendi kennarinn mig í sjónpróf. Það kom í ljós að ég var nær- sýnn og með sjónskekkju og þurfti gleraugu. Pabbi keyrði mig að ná í gleraugun. Mér brá í brún þegar við komum út. Allur heimurinn hafði breyst, skroppið saman í ótal litla hluti. Þar sem áður voru bara móðukenndar klessur birtust litrík smáatriði. Fram að því hafði ég horft á heiminn eins og í gegnum vatn. Öll heimsmynd mín breyttist á augabragði. Það var eins og ég væri kominn í nýjan heim sem ég hefði aldrei komið í áður. Það var eins og einhver hefði komið og breytt öllum hlutum. Ljós á ljósastaurum hættu að vera þokukennd og loðin. Mér fannst ég geta séð endalaust. Esjan var fjall með hlíðum og sköflum en ekki bara óljós og dökk þúfa í fjarskanum. Óljóst mistur fékk útlínur og greindist í tré og hús og bílskúra. Og birtan var ótrúleg. Mér leið eins og ég hefði fæðst á ný. Úr bókinni Indjáninn: skálduð ævisaga eftir Jón Gnarr Ímyndaðu þér að þú sért með skerta sjón og hafir séð umhverfi þitt í móðu í mörg ár. Lýstu upplifun þinni þegar þú setur upp gleraugu og sérð heiminn í nýju ljósi. Staldraðu við …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=