Flökkuskinna

20 Gleraugu komu fyrst á markað í Flórens á Ítalíu. Í málverki frá 1352 má sjá mann með gleraugu en elsta heimild um mann með nærsýnisgleraugu er málverk af Leó X páfa eftir málarann Rafael frá 1517. Árið 1785 fann Bandaríkjamaðurinn Benjamin Franklin upp tvískipt gleraugu þar sem annar helmingur linsunnar er til að horfa frá sér en hinn helmingurinn til að horfa nær sér. 1. Hvað er verðmætt og hvað er ekki verðmætt að ykkar mati? 2. Hvaða hlutum í blaðaúrklippunum hefðuð þið auglýst eftir? 3. Auglýstu eftir einhverju sem þú hefur týnt. Áður en þú skrifar auglýsinguna þarftu að vita: – Hvar hún á að birtast? – Hvað kostar að birta auglýsinguna? – Hvaða upplýsingar þurfa að koma fram? Staldraðu við … Tapað – fundið Í GÆRMORGUN tapaðist armbandsúr, karlmanns, á leiðinni frá Rauðarárstíg og vestur á Grandagarð. Finn- andi vinsaml. hringi í síma 7831. Í GÆR tapaðist rauð f lauelshúfa með hvítum kanti. Finnandi er beðinn að hringja í síma 81074 BRÚNN, útprjónaður vettlingur tapaðist á leið- inni: Vallarstræti, Thor- valdsensstræti og að Tjarn- argötu. Vinsamlegast skilist í Flóru. SVARTUR blýantur tapaðist í gær á Barónsstíg neðarlega. Vinsamlegast skilist á Baróns- stíg 14, uppi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=