Flökkuskinna

19 1. kafli – 1. Hvað í frásögninni gefur til kynna hvaða aðstæður stelpan býr við? Ræðið saman og ritari hópsins skráir. 2. Berið ykkar niðurstöður saman við hina hópana í bekknum. 3. Skráið niður orðin sem þið skiljið ekki og flettið þeim upp. 4. „Fólkið í Múlakampi er kallað skríll, auk ýmissa annarra skrautyrða.‘‘ Hver gætu þessi önnur skrautyrði verið? 5. Skoðaðu umhverfið sem þú býrð í og gerðu úr því ævintýraheim líkt og stúlkan gerir í Múlakampinum með því að nota líkingar. Dæmi: Reynitréð í garðinum er hringekja í skemmtigarði, ljósastaurinn er gíraffi o.s.frv. Afraksturinn getur þú notað í sögu eða ljóð. Staldraðu við … til staðar, texfýluna, fúkkann , drulluslabbið, sóðaskapinn og fyll- iríin eins og sérbraggaísk fyrirbæri sem hvergi finnast annars staðar í hinni tandurhreinu höfuðborg. Það hneykslast og slær sér á lær en lítur sjaldnast í eigin barm og hugar að eigin gróðri. * * * En mér er satt að segja sama hvað öðrum finnst því fyrir mér er lífið ævintýri og leikur. Mér leiðist ekki í Múlakampi. Hann er fullur af lífi og spennu, óvæntum atvikum og uppákomum jafnt á nóttu sem degi. Það er óhætt að segja að þar sé aldrei nein lognmolla , við krakkarnir getum alltaf fundið eitthvað krassandi að gera. Hvað er líka skemmtilegra en að troða sér ofan í réttu öskutunnuna á bak við Múlakaffi og bíða svo spennt eftir að kallinn sem stelur hangikjötsrúllunum komi með þær og leggi í tunnuna sína; láta hann þá verða sín varan, rymja og stynja og hvísla ofan í tunnunni: „Takk kærlega fyrir, ég var einmitt að vonast eftir rúllu.“ Heyra svo í kall- inum hlaupa æpandi í burtu. Ekki er heldur verra að vita að þegar maður segir frá þessu heima ætla allir að springa úr hlátri, mikið sem stelpan er góður leikari. fúkki : mygla að líta í eigin barm: skoða gagnrýnum augum hvað maður sjálfur gerir eða segir lognmolla: sofandaháttur, andleysi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=