Flökkuskinna

18 Hvorki vol né væl á mínum heimabletti Múlakampurinn er af mörgum kallaður smánarblettur Reykja- víkur, sérstaklega af pólitíkusum sem hafa aldrei stigið fæti inn á svæðið en vilja tryggja sér atkvæði með hugulsemi og djúpum fátæktarskilningi. Og fólkið í Múlakampi er kallað skríll , auk ýmissa annarra skrautyrða . Mennirnir þurfa alltaf eitthvað og einhverja, helst náunga sinn, til að hamast á og hæðast að. Þann- ig er það bara og það vitum við heima í Björk. Kannski er það líka þess vegna sem ég finn hvorki fyrir eymd né volæði á mínum heimabletti í kampinum. Þvert á móti. Raflínurnar sem liggja þvers og kruss yfir húsunum og hálftunnulaga bröggunum eru köngulær, skurðirnir sem liggja með fram hverfinu, fullir af drasli, eru gæðalegir drekar. Það er svo margt í umhverfinu sem minnir mig snemma á dýr. Ég er reyndar hænd að öllum dýrum, einsog mamma, og fyrir mér, einsog henni, eru þau vinir og verjendur, tákn tryggðar og umhyggju. Þau rífa hvorki kjaft né hneykslast, dæma ekki og hamast ekki í stoltu fólki. Mörgu utanaðkomandi fólki, sem aldrei stígur fæti inn í hverfið mitt en hefur alla vitneskju sína úr blöðunum og spyr sig aldrei óþægilegra spurninga, þykir allt Múlakampshyskið heldur ógeð- fellt rakkarapakk. Það ræðir líka um eldhættuna, sem sannarlega er Hér er brot úr Sögunni um Bíbí Ólafsdóttur eftir Vigdísi Grímsdóttur. Bíbí bjó í æsku í bragga- hverfi í Reykjavík á árunum eftir seinni heimsstyrjöld. skríll : agalaust fólk skrautyrði : orð sem notað er til að skreyta frásögn, bæði neikvætt og jákvætt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=