Flökkuskinna
17 1. kafli – Braggalíf Þann 10. maí árið 1940 var Ísland hernumið af Bretum. Breska setuliðið reisti hér á landi svokallaða herskála eða bragga í þúsundatali. Braggarnir voru aflöng hús með hálftunnulagi, þakið var í boga og náði til jarðar á báðum hliðum bragganna. Þegar bandaríski herinn kom árið 1941 tók hann við bröggunum af Bretum. Eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk, árið 1945, var mikill skortur á íbúðum í Reykjavík því borgarbúum fjölgaði mjög hratt. Þá keypti borgin braggana og leigði fólki þá sem íbúðir. Árið 1949 bjuggu tæplega 1700 Reykvíkingar í bröggum, þar af á fimmta hundrað barna. Braggahverfin voru dreifð um Reykjavík, sum inni í íbúða- hverfum, til dæmis á Skólavörðuholtinu og þar sem Sundlaug Vesturbæjar stendur núna. Margir braggar voru illa einangraðir og kalt inni í þeim. Flestir íbúar bragganna voru „ósköp venjulegt fólk“ sem bauðst ekki betra húsnæði en braggabúar þurftu oft að þola fordóma og neikvæð viðhorf frá þeim sem betur bjuggu. Búsetan í bröggunum átti að vera tímabundið neyðarúrræði en braggahverfunum var ekki útrýmt sem íbúðarhúsnæði fyrr en undir 1970. Múlakampur 1950–1960
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=