Flökkuskinna

16 1. Finnið orð í kaflanum sem þið skiljið ekki. Ræðið saman um þau, skrifið þau niður og leitið að merkingu þeirra. Þetta getur orðið byrjun á ykkar eigin orðabók. 2. Hvernig er Bangsa lýst í textanum? Gerðu töflu eins og hér er og fylltu í hana. 3. Hvernig eru samskipti á milli Bangsa og hundsins í næsta húsi? 4. Hvaða orð koma í hugann þegar þið hugsið um atlæti Bangsa þar sem hann var í pössun? 5. Hvernig sýndi Bangsi að hann þekkti sitt gamla heimili? 6. Hvað ætli hafi orðið um bræður Bangsa? 7. Orðatiltækið að allt fari í hund og kött þýðir að það verður ósætti milli manna, rifrildi og jafnvel slagsmál. • Hvernig ætli orðtakið hafi orðið til? Finnið önnur orðtök sem hafa sömu eða svipaða merkingu. • Finnið einnig orðtök þar sem kettir koma við sögu. • Ræðið saman hvað orðtökin merkja. 8. Hvaða atriði þarf að hafa í huga áður en maður tekur að sér gæludýr? 9. Veldu eitt ritunarverkefni: • Skrifaðu um gæludýrið þitt. • Skrifaðu um gæludýrið sem þig langar til að eignast. • Skrifaðu þína eigin sögu um einn bróður Bangsa. Lýstu vel útliti, hegðun og sambandi dýrsins við þig og aðra. Áður en þú byrjar að skrifa skaltu gera hugtakakort og orðalista. Útlit Eiginleikar – hegðun Samband við aðra grár blíður aðhyllist sitt heimafólk fjörugur kemur misjafnlega fram við fólk Staldraðu við …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=