Flökkuskinna

14 að skipta um heimili. Fyrst var nú bílferðin suður í Kópavog, svoleiðis trakteringar kann hann ekki að meta. Svo bar ég hann inn og hann var stífur af spenningi og hræðslu, og er ég lét hann loksins niður gekk hann um eins og hann treysti ekki gólfinu, en fann sér fljótt opinn skáp og kom sér þangað inn í skjól; þar tírði bara á glyrnunum . Og ég vissi að fyrstu dagana á nýja staðnum hélt hann sig mest inni í skápnum, hætti sér bara út til að nærast og fara á kassann. En smám saman vandist hann og fór að treysta fólkinu á bænum, enda fékk hann þar konunglega umönnun og þjónustu. Hann fékk að sitja til borðs með þeim hinum; stálpaður dóttursonur kom yfirleitt til þeirra í hádegismat og Bangsi sat þá á kistli við borðið og þangað var laumað til hans bitum. Tengda- mamma er nákvæm með sitt heimili eins og algengt er, hefur aldrei líkað til dæmis við leka úr krana, en af því Bangsi vildi hafa aðgang að fersku rennandi vatni þegar honum sýndist var lítil buna höfð í baðkarinu allt þetta ár. Og Bangsi komst upp með að vekja tengdapabba alltaf upp á nóttum til að láta hann gefa sér góðgæti; þeir fóru fram í eldhús og þar var alltaf til ís handa Bangsa, og ísnum var ekkert skellt á ein- hverja skál heldur fékk kötturinn að sleikja hann af fingrum því eins og tengdapabbi útskýrði; honum finnst ísinn bestur svona hálfbráðnaður. Svo fluttum við heim og inn í okkar íbúð og þegar við vorum búin að koma okkur fyrir fórum við og sóttum kisa. Reiknuðum með að nú myndi hann fara úr skorðum á ný, við að vera rifinn út af því heimili þar sem honum hafði liðið svo konunglega síðustu þrettán mánuði. Og hann fór á taugum í bílnum, spenntist allur upp og stífnaði og horfði óttasleginn á ókunnugt umhverfi þjóta hjá, var stóreygur og aðeins þvalur er ég bar hann inn í húsið á ný. Þar setti ég hann varlega trakteringar: (hér) meðhöndlun tíra: dauft ljós glyrnunum: glyrnur, augu tírði á glyrnunum: augun kipruð og sést aðeins glampa í þau

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=