Flökkuskinna
13 1. kafli – og trygglyndir. Bangsi á það til að vera tortrygginn á fólk sem hann ekki þekkir, en þó er það misjafnt; hann er miklu opnari fyrir kvenfólki og börnum heldur en fullorðnum karlmönnum. Þegar slíkir menn koma í heimsókn dregur hann sig gjarnan í hlé og er í hæsta lagi á gægjum. En ef hann kynnist mönnum einu sinni, ef hann nær að mynda traust eða vinabönd þá dugir það fyrir ævina. Þegar slíkir menn koma aftur, menn sem hann hefur bara séð einu sinni áður, vinir mínir sem kannski búa í útlöndum og það eru mörg ár frá því Bangsi sá þá í fyrra sinnið, þá rýkur hann strax til þeirra og nuddar sér uppvið og er þó oft með daufan kvörtunartón í gleðinni; hvar hefurðu verið allan þennan tíma? Og trygglyndi hans gagnvart heimilinu fékk maður að kynnast þegar hann var settur í rúmt ár í pössun. Þá vorum við búin að eiga hann í meira en hálfan áratug en ákváðum að búa í ár í útlöndum. Tengdaforeldrar mínir tóku að sér að passa kisa. Þau eru kattafólk og bæði miklir dýravinir; tengdamóður mína hef ég heyrt segja að öllu kviku sem maður taki að sér beri maður ábyrgð á uppfrá því; þetta var til að svara hugmyndum sem einhver viðraði um að það mætti fá sér gæludýr en losa sig svo við það aftur ef ekki hentaði að hafa það á heimilinu. Að tengdapabba laðast öll dýr; þegar hann var með sumarbústað fyrir austan kom alltaf hundur af nágrannabæ og settist upp hjá honum á meðan hann dvaldi þar, og ég hef heyrt þá sögu að eitt sinn þegar hann frétti að mýs hefðu leitað inn í innbyggðan bílskúr í húsinu hans hefði hann hlaupið niður með ostbita handa greyjunum. Og þótt ég hefði þannig séð engar áhyggjur af því að Bangsi fengi ekki gott atlæti á meðan við dveldumst ytra þá fór eins og mig grunaði að honum myndi þykja erfitt Hvernig birtist trygglyndi og gott minni Bangsa?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=