Flökkuskinna

12 síðar og okkur var sagt að við fengjum annan af þeim minna loðnu, þennan gráa; við hefðum komið fyrst og því fengjum við hann, sá kettlingur hefði fæðst fyrstur og væri skemmti- legastur, alltaf verið foringinn í bræðrahópnum. Bangsa- legri náunga hafði maður varla séð og hann fékk því nafnið Bangsi. Hann er algerlega frábær. Mjög blíður og líka mjög fjörug- ur. Aðhyllist mjög sitt heimafólk en gerir samt greinarmun, hefur fólk í mismunandi hlutverkum; hann slæst til dæmis eingöngu við mig. Sést þá reyndar ekki fyrir og leitast við að misþyrma með kjafti og klóm, og það þótt vináttan sé djúp og einlæg. En aldrei ýfist hann við kvenfólkið á heimilinu. Við bjuggum í húsi við Flókagötu þegar við fengum hann og þar voru stórar svalir sem hann fór út á, seinna fluttum við í Barmahlíð þar sem líka eru svalir, en þær eru með tröppum út í garð. Og Bangsi fór að labba niður tröppurnar og út í garðinn, en fer aldrei langt. Verður hinsvegar mjög úfinn og byrstur ef aðrir kettir hætta sér nálægt hans eigin garði. Annað hús er fast við okkar og fyrir framan það er líka garð- hola, aðeins limgerði á milli; segja má að þetta sé sama lóðin. Og Bangsi rekur allt kvikt úr þeim garði líka, annaðhvort væri nú. Um hríð bjó hundur í hinu húsinu og hann var oft úti í garði hjá sér, í tjóðurbandi svo hann færi ekki langt. Og hundurinn var líka heimaríkur eins og við er að búast. En það var eins og bæði hann og Bangsi áttuðu sig á því að þeir gætu ekki amast hvor við öðrum; á milli þeirra yrði í það minnsta að ríkja vopnaður friður, og þeir tóku það til bragðs að þykjast ekki sjá hvor annan. Horfðu markvisst hvor í sína áttina þótt þeir væru á sama blettinum. Af Bangsa hefur maður lært margt, og hann hefur fært manni heim sanninn um hvað kettir geta verið minnugir ýfist við: að vera fúll út í ein- hvern úfinn: (hér) að vera í fúlu skapi byrstur: styggur, óblíður Hvernig var samband Bangsa við hundinn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=