Flökkuskinna

11 1. kafli – Bangsi Nokkur ár liðu, og þá hitti ég ágætan vin minn í boði á Þorláksmessu í höfuðstöðvum Máls og menningar. Hann sagði mér frá því að vinir sínir tveir sem væru kattarækt- endur hefðu verið að fá fjóra kettlinga, alveg ómótstæði- lega, og að auki væri þetta innikattakyn; þeir væru ekkert að þvælast úti í umferðinni. Ég fór í heimsókn nokkrum dögum seinna og þarna voru þessir fjórir hnoðrar, tveir voru síðhærðir eins og pabbinn, frægur verðlaunaköttur sem heitið hafði Jackpot en gegndi nú íslenska nafninu Pjakkur, móðirin var evrópsk og snögghærð og tveir kettlinganna svona hálfloðnir; þessi tegund heitir exotic shorthair . Og það varð að ráði að ég fengi einn kett- linganna þegar hann væri kominn með aldur til að yfir- gefa móðurina. Svo komum við aftur nokkrum vikum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=