Flökkuskinna

10 Vinsæl gæludýr Kettir eru vinsæl gæludýr. Þeir geta lifað í 30 ár en venjulega verða þeir 15–20 ára ef vel er hugsað um þá. Fyrstu tömdu kettirnir lifðu í Egyptalandi fyrir um 3500 árum síðan en hlutverk þeirra var að halda rottum og músum frá heimilum eigenda sinna. Smám saman fóru Egyptar að líta á ketti sem heilög dýr og mönnum var refsað fyrir kattadráp. Egyptar smurðu stundum kattalík og lögðu í grafir með eigendum sínum, það eru til vel varðveittar múmíur af köttum. Kettir bárust frá Egyptalandi með kaupmönnum til Evrópu og um árið 900 komu þeir til Englands. Þessir kettir voru snögg- hærðir. Síðhærðu kettirnir koma frá Íran og Afganistan og voru fyrst fluttir til Evrópu eftir 1500. Kettir hafa lengi verið vinsæl heimilisdýr á Íslandi og voru áður fyrr gjarnan notaðir til að halda músum frá húsum eigenda sinna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=