Flökkuskinna

9 1. kafli – 1. Hvers vegna urðu fingurnir á Tótu sjóðheitir þegar hún skoðaði Andrésblöðin? 2. Hvað finnst ykkur um það sem strákarnir gerðu? 3. Finnið dæmi í sögunni þar sem rithöfundurinn er alvitur. Sýnið það með því að teikna tvær hugsanablöðrur. Eina fyrir kaupmanninn og hina fyrir Tótu. Skrifið hvað þau hugsa í blöðrurnar. 4. Veljið hluta úr sögunni um Tótu og gerið myndasögu. 5. Undirbúið veislu. Gerið vandlega áætlun og skrifið minnispunkta á skipulegan hátt. Hér eru nokkrar spurningar sem gætu hjálpað: • Hvernig veislu ætlið þið að skipuleggja? • Hvar á veislan að vera? • Hverjum er boðið? • Hvaða veitingar verða? • Hvað þurfið þið að kaupa? • Hver er kostnaðurinn og hver borgar? 6. Gerið boðskort fyrir veisluna. Hugsið vel um hvaða upplýsingar þurfa að koma fram. Staldraðu við … Rithöfundur sem setur sig í spor allra persóna í sögu sinni er kallaður alvitur höfundur . Það er vegna þess að hann veit hvað allar persónurnar hugsa og hvað þær gera.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=