Flökkuskinna
107 Þvottavélin Þvottavélin þvær og snýst á fullu það er púl að moka upp í hana. Hún þarf alltaf meira og meira af drullu og mun víst aldrei láta af þessum vana. Svengir hana í alla fæðuflokka fínt og gróft og litað, heilt og búta fjósagalla, samfellur og sokka, sængurver og lök og vasaklúta. Hennar yndi er bleyjurakinn rammi reyndar fær hún ekki nóg af slíku. Í borðtuskum og nærbuxum er nammi hún nýtur þess að japla á þvíumlíku. Merkilegt að hún sem er svo hvít, hennar starf er samt að éta skít. Þórarinn Eldjárn Staldraðu við … 1. Taktu eftir að ljóðskáldið gefur þvottavélinni eiginleika eins og hún sé lifandi vera, finndu tvö dæmi um þetta í kvæðinu. 2. Finnið orðin sem ríma í kvæðinu, veljið nokkur og finnið fleiri orð sem ríma við þau. 3. Skrifaðu nákvæmar leiðbeiningar með einhverju tæki sem þú þekkir vel, t.d. farsíma eða þvottavél. Ímyndaðu þér að tækið sem þú skrifar um verði sett í tímavél og leiðarvísir þinn fylgi með. Sending þín fer til ársins 1873 og viðtakand- inn hefur ekki hugmynd um hvaða tæki hann hefur í hönd- unum eða til hvers það er notað.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=