Flökkuskinna
104 H efur þú velt því fyrir þér hvenær fyrstu tölvurn- ar urðu til? Margir telja að fyrstu tölvurnar hafi komið fram á árunum kringum seinni heimsstyrjöldina, þó að ekki séu allir alveg sam- mála um hvaða tæki eigi skilið að vera kallað fyrsta tölvan. Meðal þeirra tækja sem nefnd hafa verið eru reiknivélar sem verkfræðing- urinn Konrad Zuse smíðaði í Þýskalandi um 1940. Tæki hans voru hvert öðru full- komnara og nær því að nefn- ast tölvur. Á svipuðum tíma smíðaði prófessorinn John Atanasoff við Iowa-háskóla í Bandaríkjunum frumgerð að rafrænni reiknivél sem hafði ýmsa eiginleika tölvu. Það tæki sem flestir telja fyrstu tölvuna hét ENIAC (Electronic Numerical Inte- grator And Computer). Hún var smíðuð við háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkj- unum á árunum 1943–1945 fyrir vopnadeild Bandaríkja- hers. Þegar ENIAC var tilbúin gat hún framkvæmt um 5000 samlagningar eða um 350 margfaldanir á sekúndu. Þetta þykir ekki mikill hraði í dag. Venjulegar heimilis- tölvur framkvæma hundruð milljóna aðgerða á sekúndu. Tilkoma ENIAC var algjör bylting því hún leysti af hólmi fólk með handsnúnar reiknivélar. ENIAC var gríð- arlega stór, um 30 metra löng, 3 metrar á hæð og um 30 tonn að þyngd. ENIAC var lampatölva, með um 18.000 lampa sem biluðu oft, þannig að hún hélst ekki mjög lengi í gangi í einu. Meðaltími milli bilana var um 5 klukku- stundir. Að einu leyti var ENIAC frábrugðin nútíma tölvum. Forritun hennar fór þann- ig fram að forritarar stilltu hnappa og tengdu víra. Þessi forritun gat tekið nokkra daga og það var mikil hætta á villum. Nútíma tölvur geyma forritin í minni sínu og geta unnið með þau eins og hver önnur gögn. Fyrsta tölvan
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=