Flökkuskinna

103 6. kafli – Parísarhjól Í flestum stærri skemmtigörðum er parísarhjól. Það er stórt hjól sem reist er upp á rönd og látið snúast á hæfilegum hraða. Á hjólinu hanga körfur með sætum þar sem fólk getur notið útsýnisins á meðan hjólið snýst. Fyrsta parísarhjólið var hannað og byggt af George W. Ferris, brúarsmiði frá Pittsburgh í Pennsylvaniu í Banda- ríkjunum. Hann byggði hjólið fyrir heimssýninguna 1893, sem var haldin í borginni Chicago. Hugmyndin var að par- ísarhjólið myndi vekja jafn mikla aðdáun og Eiffel-turninn í París sem var byggður fyrir heimssýninguna árið 1889. Fyrsta parísarhjólið var 2200 tonn á þyngd og 76,2 metrar á hæð og í því voru 36 körfur sem rúmuðu samtals 60 manns. Hjólið var 20 mínútur að fara heilan hring. Eftir sýninguna 1893 var hjólið tvisvar flutt. Það var síðast notað árið 1904 en síðan var það tekið í sundur. TÍVOLÍ var stofnað árið 1946 í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Garðurinn var um 20 þúsund fermetrar að stærð og þar voru ýmiss konar leiktæki, bílabraut, hringekjur, parísarhjól og fleira. Starfseminni var hætt árið 1964. Staldraðu við … 1. Nú ætlið þið að hanna ykkar eigin skemmtigarð. Fyrst þurfið þið að ákveða hvaða tæki eiga að vera í garðinum. Svo er nauðsynlegt að komast að niður- stöðu um hvort garðurinn eigi að byggja á ákveðnum hugmyndum, persónum eða sögum. Þegar þið hafið lokið þessu þurfið þið að skipta með ykkur verkum, hverjir ætla að teikna tækin, skrifa lýsingu o.s.frv. 2. Hvað eru mörg ár síðan að fyrsta parísarhjólið var búið til?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=