Flökkuskinna

102 Staldraðu við … Þegar við Siggi lékum okkur í rúllustigunum í Kringlunni Fyrsti rúllustiginn á Íslandi var settur upp árið 1963 í Kjör- garði á Laugavegi. Þetta þótti mikil nýjung og fólk fór í skemmtiferð niður í bæ til að prófa stigann. 1. Hvað er nýtt af nálinni í dag? 2. Hvað af því langar ykkur til að prófa? Hvers vegna? Eftir opnun Kringlunnar fór sú frétt eins og logi yfir akur, á Fiskalandi á Hamraborg, að þar væru í gangi dýrðlegir rúllustigar. Siggi stakk upp á því að við mæðginin gerðum okkur ferð þangað og kynntum okkur stigana. Það var mánudagsmorgunn og sól skein í heiði þegar við Sigurður héldum upp í Kringlu. Við tókum daginn snemma. Ferðin þangað var seinleg og oft áð á leiðinni og borðað nesti. Við Sigurður vorum mætt fyrst í Kringluna þennan morgun en smám saman fylltust björt salarkynnin af, að því er okkur virtist, glöðu fólki. Lunganum úr deginum eyddum við í rúllustigunum, hátíðleg og upptendruð. Í hrifningu augnabliksins trúði Sigurður mér fyrir því að þetta væri eins og í draumi og áréttaði „eins og í draumi guðs“. Halldóra Kristín Thoroddsen

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=