Flökkuskinna

101 6. kafli – Staldraðu við … „Það er gott að vera ekki orðinn of gamall til að læra,“ sagði amma. Svo labbaði hún heimleiðis. Um kvöldið fengu allir í húsinu í skóginum að vita hvernig var að búa í blokk X. Hvernig upplifun var það fyrir ömmu að dvelja í blokk X? 1. Hvað í sögunni gefur til kynna að hún hafi átt sér stað fyrir mörgum árum? Skráið niður öll atriðin sem þið finnið. Berið ykkar atriði saman við hina hópana. 2. Það hefði verið gott fyrir ömmu að hafa leiðbeiningar um hvernig maður fer að því að nota lyftu. Útbúið leiðbeiningar fyrir lyftunotkun. Þið getið síðan hengt þær upp við lyftuna í skólanum ef hún er til staðar. 3. Margir hræðast eitthvað, t.d. er algengt að fólk hræðist köngu- lær. • Hvað hræðist þú? • Hvað heldur þú að sé besta ráðið til að yfirstíga hræðslu? 4. Skrifaðu niður hugsanir ömmu þegar hún er að telja í sig kjark, veldu a eða b. a) að fara inn í lyftuna. b) að fara út á svalirnar á 10. hæð og horfa niður. 5. ,,Um kvöldið fengu allir í húsinu í skóginum að vita, hvernig var að búa í blokk X“. Þannig endar kaflinn um ömmu. • Hverju ætli hún hafi sagt frá og hvernig hefur það hljómað? • Settu þig í spor ömmu, skrifaðu frásögn hennar og lestu fyrir bekkinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=