Flökkuskinna

100 hrópaði „amma,“ gegnum bréfarifuna. Fyrir utan dyrnar stóðu þrjár telpur, það voru Lísa, Inga og Áróra. „Þarna sjáið þið sjálfar,“ sagði Áróra. „Það er satt, að amma er hér.“ Lísa og Inga störðu báðar á ömmu og amma kinkaði kolli og sagði: „Já, já, það er satt.“ „Nú er best, að þið farið, því að við þurfum að sjóða kvöld- matinn,“ sagði Áróra. Amma minntist ekkert á hljóðfærasláttinn fyrr en pabbi kom heim. „Við Sókrates vorum að spila saman í dag,“ sagði hún, „og svo hringdi einhver dyrabjöllunni, en ég opnaði ekki.“ „Já, ég veit það,“ sagði pabbi. „Ég talaði við fólkið sem á heima á hæðinni fyrir neðan okkur, – það sat um mig þegar ég ætlaði inn í lyftuna. Nú skal ég kenna þér nokkuð, amma,“ sagði pabbi. „Þegar ég er að spila, þá breiði ég oft teppi ofan á píanóið, og svo legg ég nokkur handklæði hérna undir lokið. Þá verða tónarnir ekki eins sterkir.“ Amma hélt báðum höndum fyrir augun og var ákaflega skömmustuleg, en pabbi klappaði henni á vangann og sagði: „Spilaðu bara, þegar þú verður hér aftur, amma, því að nú ertu búin að læra þetta með teppin. Hvernig líkaði þér að öðru leyti að búa í blokk?“ „Gólfið hérna hjá ykkur er hált,“ sagði amma, „og í fyrstu náði ég varla andanum, en nú er ég farin að venjast þessu lofti.“ „Næsta þriðjudag verður Sókratesi áreiðanlega batnað, og þá þarftu ekki að koma hingað,“ sagði pabbi. „Hún er búin að læra að ferðast í lyftu, svo að hún þorir að koma aftur,“ sagði Áróra. „Það er gott,“ sagði pabbi. „Ég vissi ekki að þú hefðir ekki farið í lyftu fyrr.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=