Flökkuskinna
99 6. kafli – ekki varkár. Hann kastaði sér yfir nóturnar, og þegar hann gerði það þá varð amma líka kjarkmikil. Svona marga tóna í einu hafði píanóið víst aldrei framleitt áður. Sókrat- es söng með, og amma trallaði svolítið. Þau voru bæði jafn alvarleg, og skemmtu sér jafn vel. Þess vegna heyrðu þau ekkert annað. Það var barið í vegginn, dyrabjöllunni var hringt, fyrst einu sinni, svo tvisvar sinnum og þrisvar sinnum. Loksins þagnaði hljóðfærið andartak, og þá heyrðu þau hringinguna. „Það er víst ekki um það að ræða að fá vinnufrið hér,“ sagði amma. Heima í húsinu í skóginum var amma ekki hrædd við ókunnuga en þegar hringt var hérna, þá var hún í vafa hvort hún ætti að opna eða ekki. Það var ekki gott að giska á, hver það var, sem vildi komast inn. „Finnst þér, að ég eigi að opna?“ sagði hún við Sókrates. „Pila meir,“ sagði Sókrates og kastaði sér yfir nóturnar. Þegar amma var búin að hugsa sig um, stóð hún upp og fór með Sókrates með sér. „Nú læt ég þig í rúmið,“ sagði hún, „og svo fer ég fram í eldhús og sæki banana handa þér. Ég skal svo komast að því hver er að hringja.“ Hún læddist fram í forstofuna, hún heyrði rödd sem sagði: „Hvað er eiginlega að, er enginn heima hér? Ætli drengurinn sé einn? Það lítur út fyrir það?“ Ennþá var hringt af fullum krafti en amma gekk hljóð- lega til Sókratesar og gaf honum bananann og skoðaði bók með mörgum fallegum myndum. Það var hringt mörgum sinnum, en amma opnaði ekki, því að röddin, sem hún heyrði, var ekki vingjarnleg. Nú þorði hún ekki að spila meira, hún sat bara inni hjá Sókratesi og tautaði eitthvað við og við. – Skömmu síðar var hringt, og þá þorði amma að opna, því að Áróra Af hverju opnaði amma ekki þegar hringt var á bjöllunni?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=