Flökkuskinna

98 „Nei, far þú bara út, telpa mín,“ sagði amma. „Ég skal gæta Sókratesar á meðan.“ „Má ég sýna þér Lísu og Ingu, ef ég hitti þær?“ spurði Áróra. „Þú getur nú ímyndað þér það,“ sagði amma. Þegar Áróra var farin út og amma hafði rabbað svolítið við Sókrates fór hún aftur inn í stofu. Þar var dálítið, sem hún þurfti að prófa. Hún hafði verið að hugsa um það frá því að hún kom hér inn, en hún hafði ekki komið sér að því að tala um það við Áróru. Þetta var píanóið. Þau höfðu ekki píanó í húsinu í skóginum. Hún stóð nú lengi og horfði á það. Píanóið stóð opið, og þarna lágu nóturnar rétt eins og þær væru að bíða eftir, að hún þrýsti þeim niður. Hún lagði vísifingurinn á eina þeirra og studdi á hana svo hægt, að ekk- ert hljóð kom …. „Jahérna,“ sagði amma. „Þetta var til lítils.“ Amma fór að hugsa um hvað það leit glæsi- lega út, þegar einhver var að spila með báðum höndum, og það var eins og hann horfði beint út í loftið og léti fingurna þjóta sjálfkrafa eftir nót- unum. Hún sló á nóturnar með báðum höndum, og allt í einu heyrðust margir tónar í einu. En þá stóð lítill drengur í dyrunum. Þetta var Sókrates. Hann hafði klifrað niður úr rúminu sínu og stóð þarna berfættur og starði á ömmu. „Sokkates pila,“ sagði hann. „Já, já,“ sagði amma. „Við spilum saman, við spilum fjórhent eins og það er kallað.“ Hún setti Sókrates í kjöltu sína, og sá var nú

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=