Flökkuskinna

8 Ég gæti tekið af kjötinu, sagði hann til að segja eitthvað. Alla vega geturðu ekki tekið af dósinni, sagði Tóta og hló hjartanlega. En þú mátt heldur ekki taka af kjötinu, sagði hún biðjandi. Þá fer uppskriftin öll í vitleysu. Þau horfðu ráðalaus hvort á annað. Heyrðu, sagði Tóta, sem hafði dottið ráð í hug. Heldurðu bara ekki að þú látir þetta duga? Það segja allir að þú sért svoleiðis, og þess vegna eigirðu svona litla og gamla búð. Það segir afi. Hann segir að þú sért góður og heiðarlegur maður. Rauða nefið á kaupmanninum blánaði nú sýnilega. Jæja, humm, þá það, sagði hann loks. Hann tók við umslaginu, og það var svo mikið fát á honum, að hann var næstum búinn að stinga því upp í sig. Þakka þér kærlega fyrir, sagði Tóta glöð. Og fáðu þér nú bara annan sopa. Bless, bless. Hún hoppaði léttstíg út á götuna. Á horninu var hún næstum dottin um köttinn hennar Sigríðar hans Brands gamla. Hann var í óða önn að rífa í sig ýsuna, sem Sigríður ætlaði að hafa í kvöldmatinn og hafði látið á tröppurnar til að halda henni kaldri. Skelfing ertu vitlaus, sagði Tóta við köttinn. En það er engin furða því að hún Sigríður gerir ekki annað en dæla í þig einhverri vitleysu. Af hverju ætli kaupmaðurinn hafi gefið Tótu afslátt?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=