Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 4 KENNSLUHÆTTIR Hugmyndir fyrir nemendur sem hafa gott vald á dönsku Nemendur sem hafa gott vald á dönsku miðað við aðra í bekknum eru ekki endilega mjög góðir í öllum þáttum tungumálsins. Til að viðhalda áhuga þeirra og þátttöku í kennslustundum er mikilvægt að leyfa þeim að vera sjálfstæðir og skapandi í náminu en það er einnig mjög mikilvægt að leiðbeina þeim þannig að þeir staðni ekki eða fari jafnvel aftur . Mikilvægt er að nemendur vinni með verkefni sem bætir kunnáttu þeirra og leyfa þeim að vinna með efni sem þeir hafa áhuga á. Eftirfarandi verkefni eru vel til þess fallin að efla nemendur. Verkefnunum er ekki raðað eftir kunn- áttu né aldri nemenda. • Kynna sér ákveðna þætti í dönsku þjóðlífi t.d. af dönskum fréttaveitum og gera skriflega eða munnlega grein fyrir niðurstöðum (projektvinna). • Hlusta á valið efni t.d. í hljóðvarpi eða á streymisveitu og gera grein fyrir innihaldi skriflega eða munnlega. Leitarorð : De bedste danske podcast for unge | podcasts for unge • Kynna sér áhugavert efni t.d. fréttir, heimildarþætti, spjallþætti, leikið efni, uppistand, tón- list eða skýringarmyndbönd á dr.dk/ultra eða Youtube og gera grein fyrir innihaldinu munn- lega eða skriflega. • Bera saman ákveðna þætt i í íslenskri og danskri málfræði. Sjá t.d. sproget. • Nota tölvutækni bæði til upplýsingaöflunar og skapandi vinnu. • Gera þátt/leikþátt út frá völdu efni s.s. bók sem nemandinn las, námsefni sem bekkurinn er að vinna með eða upp úr efni á netinu. Dæmi um forrit: moviemaker . Hér má sjá upp- lýsingar um: ○ Að gera heimildarmynd ○ Að gera talglærur ○ Að gera hljóðvarp (podcast) • Vinna með mismunandi textagerðir . Skoða auglýsingar, teiknimyndir, fréttir, blogg, ljóð, lagatexta, smásögur, stutta kafla eða jafnvel setningar úr dönskum bókmenntum eða fræð- um. Gera grein fyrir myndrænt, skriflega eða munnlega. Dæmi um forrit sem hægt er að nota: ○ Hljóðvarp: Anchor ○ Rafræn korktafla: Linoit og Padlet ○ Taka upp frásögn: Chatterpix • Nemandi getur lesið texta eða textabrot sem hann svo túlkar út frá tilfinningum, sögu, samfélagi, siðfræði … ○ Hver er að skrifa, fyrir hvern og hvers vegna? ○ Er þetta texti sem hentar unglingum? ○ Skiptir máli hvort textinn er sannur? ○ Á þessi texti við í dag? ○ Ber textinn vitni um fordóma? ○ Hvernig er hægt að sjá hvort frétt sé sönn eða fölsk? ○ Hverju á maður að deila á samfélagsmiðlum og hverju ekki? • Nemandi skapar nýjan texta og með áherslu á mismunandi textagerðir: ○ Breyta tölvupósti í ljóð. ○ Breyta smásögu í tölvupóst eða frétt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=