Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 NÁMSMAT 84 Verkmöppur (portfolio) Verkmappa er safn verkefna sem nemandinn hefur unnið og sýnir framfarir, stöðu og árangur sem náðst hefur í náminu. Nemandi velur sjálfur það sem hann vill safna í verkmöppuna. Hæfniviðmiðin þurfa að koma fram með hverju verkefni en þar þarf að sjást að hann hafi náð hæfniviðmiðum sem liggja til grundvallar hverju verkefni sem hann velur að birta. Einnig getur nemandi safnað ýmsum öðrum gögnum í möppuna sem sýnir stöðu hans t.d. jafningjamat, sjálfsmat, umsagnir, matsblöð o.fl. Á netinu má finna síður sem kynna rafrænar verkmöppur: Portfolio Metoden Vefsíður þar sem kennarar geta útbúið eigin mats- og gátlista: Rúbrikkur/matskvarðar (e. rubrics) Hugmyndabanki fyrir mat á skólastarfi og námsmat Skapandi skóli – handbók um fjölbreytta kennsluhætti Lokamat Við lok verkefnis, áfanga eða við lok annar er hægt að leggja fyrir lokamat. Tilgangur þess er að sýna hvort nemandi hafi tileinkað sér ákveðin hæfniviðmið. Áhersla er á að meta þekkingu og skilning nemenda á námsefninu og hvernig þeim tekst að nýta sér þá þekkingu við ákveðin viðfangsefni. Lokamat þarf að endurspegla meginmarkmið, námsmarkmið, kennsluhætti og námsþætti sem kenn- arar leggja áherslu á. Ef námið er metið með hefðbundnu lokaprófi þarf að huga að öllum hæfnivið- miðunum, skriflegum og munnlegum. Kennarar þurfa að setja skýrt fram hvaða hæfniviðmið liggja til grundvallar matinu. Kostur við loka- mat er að hæfni nemandans er metin nákvæmlega eftir að ákveðnum áfanga hefur verið lokið en ókostur er að nemandinn fær ekki tækifæri til þess að bæta sig því matið er endanlegt. Þó þarf ekki svo að vera því lokamatið getur verið lagt til grundvallar námsskipulagi á nýju skólaári. Ítarefni Fjölbreyttar leiðir í námsmati

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=