Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 NÁMSMAT 83 Gátlistar fyrir sjálfsmat geta bæði verið á dönsku og íslensku. Það eykur kunnáttu nemenda í tungu- málinu ef þeir venjast því að vinna með þá í flestum þáttum námsins á dönsku. Þá mætti einnig hugsa sér að nemendur skrifi smá greinargerð eða taki upp á dönsku eftir að þeir hafa merkt við sín svör. Þannig hafa þeir orðaforða til að vinna með og þjálfast um leið í ritun og/eða frásögn. Dæmi um sjálfsmatsgátlista sem lagðir eru fyrir t.d. einu sinni í viku eða á tveggja vikna fresti. Nemendur krossa við það sem á við um þá. Ég vann vel í öllum tímunum Ég vann vel í sumum tímum Ég vann næstum ekkert í tímum Ég er ánægð/-ur með vikuna Ég er ekki nógu ánægð/-ur með vikuna Ég er óánægð/-ur með vikuna Ég hafði áhuga á næstum öllu sem ég vann við Ég var fremur áhugalaus Ég hafði næstum engan áhuga á náminu Ég reyndi alltaf að gera eins vel og ég gat Ég vandaði mig ekki alltaf Ég vandaði mig næstum því aldrei Ég hlustaði á það sem aðrir nemendur höfðu fram að færa Ég hlustaði lítið á það sem aðrir nemendur höfðu fram að færa Ég hlustaði ekkert Ég lagði mig fram um að svara á dönsku þar sem það átti við Ég lagði mig svolítið fram um að svara á dönsku Ég reyndi ekki að tala dönsku Jafningjamat Jafningjamat er námsmat þar sem nemendur og bekkjarfélagar meta verkefni og/eða vinnulag hvers annars með hliðsjón af þar til gerðu matsblaði með viðmiðum frá kennara. Það eykur skilning á námsmati og nemendur verða meðvitaðri um tengsl námsins og námsmatsins. Tilgangur jafningja- mats er að nemendur hjálpi hver öðrum að gera betur og skiptist á skoðunum. Jafningjamat getur verið hvetjandi leið til að hjálpa nemendum að þróa og endurbæta nám sitt og það virkjar nemendur til vandaðrar og uppbyggilegrar gagnrýni. Mælt er með að nemendur viti hvaða nemandi vann jafningjamatið t.d. með undirskrift. Þannig má ýta undir að þeir vandi sig við það sem þeir senda frá sér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=