Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 NÁMSMAT 82 Munnleg/skrifleg endurgjöf: • auðveldar skilning nemenda á því í hverju góð frammistaða felst, • veitir nemendum gagnlegar upplýsingar um námsframvindu, • eflir áhuga og styrkir sjálfsmynd nemenda, ef hún er uppbyggileg. Þegar rætt er við nemendur um endurgjöf má spyrja: • Hvert var viðmiðið? • Hvar ert þú stödd/staddur? • Hvað ert þú ánægð/-ur með? • Hvað þarft þú að bæta? • Hvernig getur þú bætt þig? • Hvað ætlar þú að gera næst? Sjálfsmat og jafningjamat eru mikilvægir þættir í leiðsagnarmati en aðalatriðið er að nemendur skilji til hvers er ætlast af þeim. Sjálfsmat og jafningjamat byggist á þátttöku nemendanna sjálfra og ýtir undir að þeir tileinki sér uppbyggilega sjálfsgagnrýni og hjálpar þeim að bera ábyrgð á eigin námi. Gæta þarf þess að kenna nemendum til verka og hvernig þeir geta unnið matið sem best. Þegar nemendur fá að meta frammistöðu sína og annarra er mælt með að matið sé hluti af heildar- einkunn/umsögn, annars er viðbúið að þeir sjái ekki tilganginn og taki matið ekki alvarlega. Nem- endur þurfa þá að vera meðvitaðir um það frá upphafi. Kennarinn á þó alltaf síðasta orðið. Sjálfsmat Nemandi metur sjálfur hvernig honum gengur í náminu eða í ákveðnum verkþáttum. Sjálfsmat er til þess fallið að þjálfa nemandann í að meta eigið nám og auka skilning hans á því hvernig hann getur náð betri árangri og gert sér raunhæfar væntingar. Sjálfsmat virkar best þegar kennari hjálpar nemanda að lesa úr niðurstöðunum. Dæmi um sjálfsmat: Nemendur • horfa til baka og íhuga það sem þeir voru að læra, • taka saman efni sem sýnir það sem þeir hafa lært og skrifa um það umsögn, • meta verkið með fyrir fram skilgreind viðmið (matsblað) og afla gagna sem sýna árangur, • skrifa dagbók eða leiðarbók (logbog) um námið þar sem þeir gera t.d. vikulega grein fyrir hvernig hefur gengið. Best er að nota alltaf sömu fyrir fram ákveðnu spurningarnar til að auðvelda þeim verkið. Dæmi um spurningar fyrir leiðarbók: ○ Hvaða efni vann ég með í þessari viku? ○ Hvað gekk vel? Hvers vegna? ○ Hvað gekk ekki vel? Hvers vegna? ○ Hvað vil ég bæta og hvernig? Hægt er að vinna með mismunandi sjálfsmat. Nemendur geta t.d. tekið munnlegt sjálfsmat í hljóð- eða myndbandsupptöku eða skrifað stutta eða langa texta. Tjái nemendur sig munnlega um stöðuna, æfast þeir um leið í að tjá sig á tungumálinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=