Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 NÁMSMAT 81 þátttaka í tímum • frumkvæði • sjálfstæði • sköpun • samvinna Einnig má hugsa sér að útbúa gátlista fyrir ákveðin verkefni t.d. ritunarverkefni, samskipta- og frá- sagnarverkefni o.s.frv. Matslista er gott að hafa þegar frammistaða nemanda er metin um leið og athugun er skráð. Leiðsagnarmat Leiðsagnarmat er námsmat til að læra af. Það miðar að því að meta framfarir nemanda í þeim tilgangi að leiðbeina honum við það sem betur mætti fara við áframhaldandi nám. Eins getur leiðsagnarmat nýst kennara til að sjá hvernig hann getur gert kennsluna markvissari. Við leiðsagnarmat er fylgst með nemendum jafnt og þétt á námstímanum og þeim leiðbeint. Það er skipulagt sem hluti af námi hvers og eins og er æskilegt að það fari fram í kennslustundum. Nemandinn fær reglulega endurgjöf og ábendingar um stöðuna og það hvernig hann getur bætt sig (ráðgjöf og leiðsögn). Leiðsagnarmatið þarf að byggja á raunhæfum gögnum um stöðu og framvindu náms. Því þarf matið að vera fjölbreytt og skráning þess stöðug og nemandi og kennari stöðugt virkir. Í leiðsagnarmati felst að • það er leiðbeinandi og skipulagt sem hluti af náminu. • nemandi fær leiðsögn um námið og ábendingar um hvernig hann getur bætt sig. • námsvitund nemanda er efld og þar með ábyrgð hans á eigin námi og sjálfstæði. • nemandi kynnist aðferðum til þess að velta fyrir sér eigin námi, tekur þátt í gagnkvæmri endurgjöf með kennara sínum og gerir áætlanir um frekara nám út frá eigin forsendum. • það er hvetjandi og uppbyggjandi fyrir nemandann. • kennari fær niðurstöður til að bæta og ígrunda eigin kennslu; kennsluaðferðir, matsaðferðir, skráningu og upplýsingagjöf. Endurgjöf Endurgjöf er hluti af leiðsagnarmati og mikilvæg í þeim tilgangi að koma til skila til nemenda hvernig staða þeirra er hverju sinni. Gæta þarf þess að hún hafi hvetjandi áhrif á nemendur en ekki letjandi. Til þess að svo megi verða þarf endurgjöf kennara að vera skýr og nákvæm og henni þarf að skila til nemenda eins fljótt og auðið er. Annars má búast við að nemandi verði búinn að gleyma verkefninu og löngu farinn að hugsa um eitthvað annað. Mikilvægt er að endurgjöf miðist við frammistöðu nemenda við ákveðin verkefni en ekki almenna hæfni þeirra. Nemendur átta sig ekki alltaf á hvað endurgjöf er og stundum getur verið gott að kennarar ræði við nemendur sína um hvað hún er, hvers vegna hún er veitt og bendi þeim á þegar þeir eru að veita hana. Markviss endurgjöf felst í skýrum námsmarkmiðum og upplýsingum til nemenda um til hvers er ætlast af þeim, hvernig þeim gengur námið og hvernig þeir geta nýtt hana við áframhaldandi nám. Mikilvægt er að endurgjöf sé skýr, skilvirk og uppbyggileg og birtist nemendum snemma í ferlinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=