Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 80 NÁMSMAT Námsmat „Megintilgangur námsmats er að veita leiðbeinandi upplýsingar um námið, örva nem- endur til framfara, meta þarfir á sérstakri aðstoð og fylgjast með hvernig nemendum tekst að mæta markmiðum sínum og aðalnámskrár.“ (Menntastefna til 2030) . Samkvæmt aðalnámskrá eiga hæfniviðmiðin að vera grundvöllur að kennsluháttum og námsmatið á að taka mið af þeim. Matsleiðir eru margar og mismunandi en mikilvægt er að þær byggi á markmiðum kennslunnar hverju sinni og meti hæfni hvers og eins nemanda á leiðbeinandi hátt. Námsmat er það ferli þegar kennarar meta stöðu nemenda sinna. Mikilvægt er að það sé fjölbreytt og taki mið af áherslum sem lagðar hafa verið á í náminu og kennslufyrirkomu- lagi. Nemendur þurfa að vita hvað lagt er til grundvallar námsmatsins hverju sinni, s.s. á hvaða verkefnum það byggir og því þurfa markmið og viðmið um árangur að vera skýr. Námsmat getur verið leiðbeinandi fyrir kennara um hvernig skipuleggja á kennsluna og einnig hjálpar það nemandanum að gera sér grein fyrir sínum sterku og veiku hliðum. Þó á aðaláhersla ekki að vera á það sem nemandi kann ekki, heldur er mikilvægt að nemandi vinni einnig með það sem hann er góður í. Það ýtir undir gleði og sjálfstraust hans í náminu. Mat á hæfni Þegar meta á hæfni verður að taka tilliti til þess hve víðtækt matið þarf að vera og hvaða fjölbreyttu þættir geta legið til grundvallar. • Forsenda matsins eru viðmið sem sett eru fram og öllum hlutaðeigandi ljós. • Þátttaka nemenda í mati á eigin frammistöðu eða framförum er grundvallar- atriði við mat sem leiðir til frekara náms og framfara. • Námsmatsaðferðir geta verið fjölbreyttar en þurfa að vera í anda hæfniviðmiða aðalnámskrár grunnskóla. Matskvarðar Matskvarðar eru viðmið sem notuð eru til að leggja mat á verkefni nemenda. Notkun þeirra auðveldar kennurum yfirferð verkefna og veitir nemendum leiðbeinandi endur- gjöf á vinnu sína. Gott er að láta nemendur fá matskvarðana í hendur áður en þeir fara af stað með verkefnin, þannig vita þeir hvernig vinna þeirra er metin og átta sig á hvað þeir þurfa að inna af hendi til að ljúka verkefninu á ásættanlegan hátt. Tímafrekt getur verið að útbúa góða matskvarða en sú vinna getur bæði sparað kenn- urum tíma við yfirferð verkefna og verið nemendum góður stuðningur við að leysa þau. Til eru alls konar matskvarðar og gátlistar sem finna má á netinu og geta nýst vel við leið- sagnarmat. Gátlistar eru góðir þegar ákveðin og afmörkuð atriði eru metin. Á listanum koma fram mikilvæg atriði sem nemendur þurfa að standa skil á og þegar þeir ljúka hverju og einu þeirra er hakað við að því sé lokið. Meta má hvort nemandi hafi staðið sig framúrskarandi vel, hafi náð hæfni, sé á góðri leið eða þarfnist þjálfunar. Dæmi um þætti sem einnig er hægt að meta eru:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=