Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 79 KVIKMYNDIR OG ÞÆTTIR Dæmi um stuttmyndagerð: En kortfilm – berømte mennesker Nemendum er skipt í hópa, 3–4 í hverjum hóp. Gera má ráð fyrir að verkefnið taki 2–4 kennslu- stundir. Kennari útskýrir verkefnið fyrir nemendum og setur lengdarmörk á stuttmyndina, t.d. 4–5 mínútur. Nemendur skila kennara upptökunni fullkláraðri. Hér má sjá tillögu að vinnuferli. Markmið: • Nota orðaforða sem nemendur hafa unnið með í nýju samhengi. • Vinna með nýjan orðaforða sem nemendur þurfa til að tjá sig í stuttmyndinni. • Tala dönsku. • Vinna með tungumálið á skapandi hátt. • Þjálfa samvinnu. Handritagerð • Nemendur finna hugmynd. Kveikja getur verið atriði úr kvikmynd eða smásögu, brandari, auglýsing, frétt o.fl. • Nemendur vinna saman að persónusköpun og velja sögusvið. • Nemendur gera handrit af aðstæðum, tökustað og því sem hver á að segja. • Hver nemandi á að segja að lágmarki 5 setningar. • Nemendur skila handriti til kennara til samþykkis. Handritiðmá vera á íslensku þar semnem- endum getur reynst erfitt að lýsa aðstæðum á dönsku. Öll samtöl verða að vera á dönsku. • Ef til vill getur þurft að setja nemendum skorður t.d. hversu löng myndin má vera. Dæmi um námsmat: En kortfilm – námsmat

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=