Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 78 KVIKMYNDIR OG ÞÆTTIR Mikilvægt er að kennari sé búinn að undirbúa svona vinnu vel, þar sem „tæknilegir erfiðleikar“ geta orðið til þess að kennari missi athygli og nemendur missa einbeitingu og áhuga. Dæmi um verkefni: • Ræða, túlka og setja sig í spor annarra ( Hvad ville du have gjort? Hvad kunne han/hun have gjort i stedet for? Har du oplevet noget lignende? ) • Fara yfir málfar sem nemendur þekkja e.t.v. ekki fyrir. • Að búa til hlutverkaleik úr myndskeiðinu eða því sem gerðist á undan/eftir. • Horfa á myndskeið og skrifa og hanna frétt um atburðinn sem birtist á forsíðu dagblaðs daginn eftir. • Taka upp fréttina eins og um fréttatíma væri að ræða. • Skrifa bréf frá einni persónu í innslaginu til annarrar. • Láta nemendur fylgjast með ákveðnum atriðum (ekki of mörgum í einu), t.d. tónlistinni: Hvad fortæller musikken? Er den negativ, positiv, mørk, lys? Sker der snart noget dejligt eller forfærdeligt? Hvor er personerne? Hvad taler de om? Hvad beskriver de? • Nemendur geta svo snúið sér að næsta manni og rætt þau atriði sem þeir áttu að fylgjast sérstaklega með. • Hljóðið er tekið af og kennari spyr: Hvad tror du at personerne siger? • Horfa á t.d. stutta auglýsingu án hljóðs og nemendur skrifa handritið. Kennari stöðvar klipp- una og spyr t.d. Hvad er det næste der sker? Nemendur ræða það og skrifa jafnvel sögu eða gera leikþátt. Það getur verið mjög skemmtilegt að spila auglýsinguna aftur og láta nem- endur tala inn samkvæmt eigin handriti. • Skipta nemendum í tvo hópa: A og B. A fær að horfa á myndskeið án hljóðs á meðan B horfir í hina áttina. A á svo að útskýra fyrir B hvað gerðist og svo skipta þeir um hlutverk. • Hljóðið er tekið af og nemendur horfa á myndbrot með dönskum undirtexta. Brotið á að vera stutt. Nemendur horfa aftur og aftur á það og koma svo með tillögu um íslenska þýð- ingu. Ef íslenskur texti er í boði er hægt að sýna þeim hann eftir á og bera hann saman við þeirra útgáfu. Kvikmyndagerð/Stuttmyndagerð Flestir nemendur hafa gaman af að búa til eigin stuttmynd í samvinnu við aðra nemendur. Margir nemendur hafa nýja tækni á valdi sínu og kunna að nýta sér þá möguleika sem símar og spjaldtölvur hafa til að taka upp kvikmyndir. Slík verkefni reyna á mismunandi færni nemenda, m.a. á kunnáttu í dönsku og sköpunargáfu. Nem- endur þurfa þó líka að kunna á tæknina og hafa ber í huga að það eru alls ekki allir nemendur sem geta nýtt sér hana. Kennarar ættu að varast að verja of miklum tíma í tæknilegu hliðina, þar sem margir nemendur eru óvirkir á meðan. Ef til vill er best að skipta nemendum í hópa og gefa þeimmis- munandi hlutverk, einhverjir semja handrit á meðan aðrir sjá um tæknilegu hliðina, einhver klippir o.s.frv. Best er að beita kvikmyndagerð í efstu bekkjum þar sem eldri nemendur hafa væntanlega náð nokkr- um tökum á dönsku og hafa kunnáttu til að vinna við upptökur og klippingu. Hugsanlega geta yngri nemendur unnið að ýmsum myndrænum smáverkefnum í dönsku.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=