Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 77 KVIKMYNDIR OG ÞÆTTIR • Efter at du ser indslaget Hvordan endte indslaget? Alle passagere ______________________________________________________. __________________________________________________________________ ___________________________________________________________________. Framhaldsþættir á dönsku Mikið er til af framhaldsþáttum fyrir unglinga á ýmsum streymisveitum. Þegar valdir eru framhaldsþættir til sýninga fyrir nemendur þarf markmiðið að vera skýrt: • Söguþráður/efni höfði til nemendahópsins. • Nemandinn hafi nokkra bakgrunnsþekkingu um efnið. • Nemandinn hafi möguleika á að setja sig inn í aðstæður. • Orðaforði sé við hæfi. Ekki of erfiður. • Taka tillit til siðferðisviðmiða. Þættir sem innihalda ofbeldi, kynlífssenur og gróft talmál eiga ekki við. • Efni sé spennandi og áhugavert. • Er menningarmiðlun í þáttunum? • Hvernig á að vinna með þættina? • Hafa nemendur séð þættina áður t.d. á Netflix? • Eru þættirnir svo margir að það tekur margar vikur að sýna þá alla? Mælt er með að vinna verkefni með þáttunum bæði á meðan og eftir áhorf en kannski henta ekki alltaf verkefni sem á að leysa fyrir áhorf, því að ætla má að hver þáttur sé byggður upp á svipaðan hátt og með sama þema. Sjá dæmi um verkefni undir kaflanum Þ egar valin er kvikmynd eða þáttur, bls. 71. Að nota brot úr kvikmyndum og þáttum Að nota brot úr kvikmyndum, þáttum eða netefni getur boðið upp á ýmsa möguleika varðandi tungu- málanám. Þegar horft er á heilu myndirnar eða þættina er mælt með að kennari trufli sem minnst. Ef kennari vill nota myndefni til að vinna með ákveðin atriði varðandi tungumál eða menningu getur hann ákveðið að vinna einungis með myndbrot. Tæknin gefur möguleika á að: • Velja úr kafla eða klippur. • Stöðva myndina og ræða ákveðin atriði. • Raka hljóðið af myndinni og ræða hvað mögulega er verið að segja. • Spila stutt atriði aftur og aftur til að skoða eitthvað nákvæmlega. Á mynd er t.d. hægt að skoða: • svipbrigði • líkamstjáningu • samskipti • umhverfi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=