Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 3 KENNSLUHÆTTIR Mikilvægt er að kennari tali sem mesta dönsku í kennslustundum, noti til jafns einfaldan og flókinn orðaforða, stuttar setningar og langar. Hann getur aðlagað t.d. munnlega þjálfun að mismunandi færni nemenda þannig að spurningar og verkefni verði hvatning. Hugmyndir fyrir nemendur með námsörðugleika Mikilvægt er að hafa í huga að nemendur með námsörðugleika þurfa að finna að þeim fer fram í náminu. Ef nemendur eiga í erfiðleikum með tungumálanám er gott að hafa eftirfarandi í huga: • Nota fjölbreytta kennsluhætti sem höfða til allra skynfæra – hlusta, horfa, segja og skrifa. • Muna að nám er ferli og mikilvægt að nemandinn fái stundum að velja efni sem hann hefur áhuga á. • Nota efni sem nemandinn hefur bakgrunnsþekkingu á. • Vinna með sama efni á mismunandi hátt. • Hjálpa nemandanum að setja sér afmörkuð og raunsæ markmið og finna leiðir sem henta honum í náminu. • Hjálpa nemandanum að takmarka sig eða að taka áskorun. • Nám er ferli og því er mikilvægt að nemandinn fái að spreyta sig sjálfur og vinna með öðrum (passa að aðrir leysi ekki verkefni fyrir hann). • Sjá til þess að nemandinn skilji örugglega fyrirmæli, með því að endurtaka þau, eða gefa nemandanum fyrirmælin persónulega. • Aðlaga spurningar í verkefnum þar sem nemenda er ætlað að tjá sig og segja skoðun sína. • Takmarka það sem á að skrifa en ekki sleppa nemanda alveg við að skrifa. • Leyfa nemendum sem eiga að skila skriflegu verkefni að skila því munnlega. • Einfalda æfingar fyrir þá sem eiga í erfiðleikum. • Velja úr verkefnum í verkefnabók. Það þurfa ekki allir að vinna öll verkefnin! • Setja á veggi skólastofunnar spjöld með hugarkortum og/eða ýmiss konar yfirlit í litum og/ eða í myndrænu formi, sem hægt er að vísa til við kennslu. • Leyfa nemendum að skila verkefnum í öðru formi en sem texta t.d. sem hljóðupptöku. • Nota tölvutæknina til aðstoðar. • Benda nemendum á hljóðbækur – mest af því dönskuefni sem gefið er út hjá Menntamála- stofnun er til á hljóðbókum. • Nota myndrænar vísbendingar þar sem hægt er. • Ef um er að ræða mikla aðlögun á námsefni, markmiðum og leiðum er mikilvægt að samráð sé haft við sérfræðinga innan skólans og foreldra. • Mikilvægt er að öll endurgjöf sé skiljanleg (merkingabær) og uppbyggjandi fyrir nemandann og byggi á einstaklingsframförum. • Ekki gefa einkunn fyrir ritun eða leiðrétta allar stafsetningarvillur ef nemandinn á í miklum erfiðleikum með réttritun. • Kenna nemandanum einfaldar leiðir til að festa orð í minni: ○ Flokka orð eftir merkingu, útliti, áherslum o.fl. ○ Myndrænt skipulag, s.s. hugarkort, myndir og orðablóm. Sjá nánar í kaflanum um orðaforða á bls. 14.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=