Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 74 KVIKMYNDIR OG ÞÆTTIR Stuttmyndir En kortfilm er en film mellem to busstoppesteder . (Poulsen 2005) Margt mælir með að sýna nemendum stuttmyndir eða framhaldsþætti frekar en heilar kvikmyndir. Stuttmyndir eru eins og nafnið gefur til kynna stuttar útgáfur af kvikmyndum. Þær geta verið allt frá nokkrum mínútum til tæplega klukkutíma. Með því að nota stuttmynd sem er nokkrar mínútur geta nemendur horft tvisvar til þrisvar á myndina og geta þannig skilið vel það sem sagt er þar sem þeir fá tækifæri til að hlusta nokkrum sinnum. Hentugt getur verið að nota stuttmyndir í dönskukennslu því að: • Hægt er að horfa á myndina og vinna verkefni í t.d. einni eða tveimur samliggjandi kennslustundum. • Söguþráður er oft einfaldur. • Persónur eru oft fáar. Mælt er með að vinna með stuttmyndir eins og kvikmyndir þ.e. fyrir – á meðan – eftir áhorf. Danskar stuttmyndir má t.d. finna á: YouTube kortfilm Norrænar myndir: Norden i skolen Upplýsingar og verkefni er snerta stuttmyndagerð má finna hér: Lommefilm – Den kreative process og filmen som didaktiske værktøj

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=