Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 73 KVIKMYNDIR OG ÞÆTTIR Dæmi um verkefni með áhorfi: Verkefnin geta bæði verið um það sem nemendur sjá og það sem þeir heyra. Mælt er með að þau séu á dönsku og að nemendur þurfi ekki að skrifa á meðan þeir horfa á myndina. • Stuttar krossaspurningar á dönsku. • Tengja saman mynd (e. screenshot) og texta. • Tengja saman persónur og lýsingar á athöfn. • Nemendur raða nokkrum myndum úr myndinni/þættinum í þá röð sem þær koma fyrir. • Nöfn úr myndinni/þættinum eru gefin upp og nemendur skrá nafn á hverja línu. Hvem passer det om? Dæmi: _____________________ hoppede over hegnet? _____________________ råbte efter drengen som gik forbi? • Kennari setur helstu atriði úr söguþræðinum upp í ruglaðri röð og nemendur merkja við í hvaða röð atriðin gerast. Eftir áhorf Markmið með verkefnum eftir áhorf er að nemendur … • festa orðaforða í minni • fá tækifæri á að vinna á skapandi hátt með innihald myndarinnar/þáttarins • fái tækifæri til að sýna skilning sinn á efninu • beini athygli sinni að danskri menningu Dæmi um verkefni eftir áhorf. Sumar hugmyndir henta vel í para- eða hópavinnu: • Svara spurningum um söguþráðinn á dönsku. • Segja frá einni persónu. • Segja frá tengslum tveggja persóna. • Gera stuttan leikþátt (1–2 mín.) um ákveðið atriði. • Gera veggspjald með mynd og texta um ákveðið efni úr myndinni/þættinum. • Gera skriflega/munnlega endursögn með stuðningi mynda úr efninu. • Ræða um myndina/þáttinn t.d. í hópum og gera grein fyrir niðurstöðum. • Skrifa einfalda umsögn um myndina/þáttinn. • Setja sig í spor áhugaverðrar persónu. Hvað mundir þú/þið gera? • Einn nemandi tekur viðtal við annan sem setur sig í spor persónu í myndinni/þættinum. • Kennari spyr spurninga um efnið. • Ræða menningarmun. Bera saman íslenska/danska menningu ef slíkt kemur fram í mynd- inni/þættinum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=