Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 72 KVIKMYNDIR OG ÞÆTTIR Mælt er með að hafa verkefnin á dönsku til þess nemendur fái sem flest tækifæri til að vinna með tungumálið . Best er að nemendur sjái sömu orðin aftur og aftur og festi þau þannig frekar í minni. Verkefni fyrir áhorf Markmið með verkefnum fyrir áhorf er að: • Kynna myndina/þáttinn. • Vinna með fyrri þekkingu, reynslu og orðaforða nemenda sem nýtist þeim við áhorfið. • Vekja eftirvæntingu. Verkefni fyrir áhorf henta kannski ekki öll þegar unnið er með framhaldsþætti, því þar má ætla að hver þáttur sé byggður upp á svipaðan hátt og með sama þema. Dæmi um verkefni fyrir áhorf: • Ræða titil myndarinnar/þáttarins. Hvað þýðir titillinn? Um hvað ætli efnið fjalli? O.s.frv. • Hvaða orð dettur nemendum í hug (á dönsku) þegar þeir heyra titilinn nefndan. • Setja inn skjáskot úr myndinni/þættinum (e. screenshot). Nemendur skrifa niður öll dönsk orð sem þeim dettur í hug út frá skjáskotinu. • Kennari útbýr verkefni með lykilorðum úr efninu. Nemendur leysa verkefnið þar sem þeir tengja saman íslensk og dönsk lykilorð. • Kennari tekur saman nokkur skjáskot úr myndinni/þættinum og nemendur eiga að tengja dönsk orð við myndirnar (glósur). • Áður en nemendur horfa er æskilegt að þeir skoði verkefnin sem þeir eiga að vinna á meðan þeir horfa til að vera viss um að allir viti fyrir fram hvað á að gera í verkefnunum. Á meðan horft er Þegar horft er á kvikmynd/þátt reynir bæði á heyrnar- og sjónskyn. Það getur reynst erfitt fyrir marga nemendur að einbeita sér að því að leysa verkefni á meðan þeir eru að horfa. Þess vegna er mælt með að hafa verkefnin auðleyst og þannig að ekki þurfi að stoppa myndina/þáttinn á meðan nem- endur leysa verkefnin. Innihaldi efnið margar persónur má hugsa sér að hver nemendahópur einbeiti sér að einni persónu í staðinn fyrir allar enda þurfa ekki allir nemendur að vinna sömu verkefnin. Markmið með verkefnum meðan horft er að: • Auðvelda nemendum að halda þræði og átta sig á innihaldinu. • Viðhalda athygli nemenda. • Beina athygli þeirra að aðalatriðum myndarinnar. • Beina athygli nemenda að ákveðnum atriðum í myndinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=