Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 71 Kvikmyndir, þættir og annað lifandi myndefni Kvikmyndir, stuttmyndir, þættir og auglýsingar eru góð viðbót við tungumálakennslu og geta ýtt undir áhuga nemenda á málinu fyrir margra hluta sakir. Slíkt efni má nota til að auka færni í menningarlæsi auk skilnings á fjölbreytileika talaðs máls og gera nemendum auðveldara að geta sér til um merkingu orða og setninga út frá samhengi, aðstæðum og látbragði. Í kvikmyndum og þáttum sjá nemendur og upplifa hið talaða mál í eðlilegu samhengi. Þær geta auk þess verið með til að auka jákvæðni nemenda gagnvart tungu- málinu sem hægt er að nota sem hvatningu til tungumálanámsins. Með fjölbreyttum verkefnum má taka tillit til færni einstaklingsins. Lifandi myndir gefa mikla möguleika á þjálfun allra færniþátta með verkefnum sem taka mið af þeim. Mikilvægt er að nemendur séu virkir og viti til hvers er ætlast af þeim við áhorf s.s. hvað þeir eigi að gera á undan sýningu, á meðan á henni stendur og hvaða verkefni þeir eigi að leysa að sýningu lokinni. Undirtextar Þegar sýndar eru kvikmyndir eða þættir er mikilvægt að taka mið af aldri og kunnáttu nemenda. Danskt talmál getur reynst nemendum erfitt einkum þegar þeir þurfa að ein- beita sér lengi við að skilja eins og þegar sýndar eru heilar kvikmyndir. Nemendur þurfa að geta áttað sig nokkurn veginn á því sem persónurnar í myndinni segja annars er hætta á að þeir missi móðinn ef þeir skilja ekki samhengið. Mælt er með að hafa undirtextana á dönsku þannig að nemendur bæði sjá og heyra dönskuna og eiga þannig raunhæfan möguleika á að skilja það sem sagt er og bæta einnig færni sína í bæði hlustun og lestri. Þegar valin er kvikmynd eða þáttur Þegar kennari ákveður að sýna nemendum kvikmynd í fullri lengd eða styttri myndir og þætti þarf hann að hafa eftirfarandi í huga: • Markmiðið með sýningu myndarinnar/þáttarins. • Söguþráður/efni höfði til nemendahópsins. • Nemandinn hafi nokkra bakgrunnsþekkingu um efnið. • Nemandinn hafi möguleika á að setja sig inn í aðstæður. • Orðaforði sé nokkuð við hæfi. Ekki of erfiður. • Taka tillit til siðferðisviðmiða. Kvikmyndir og þættir með ofbeldi og grófu talmáli eiga ekki við. • Efni áhugavert og spennandi. • Er menningarmiðlun í myndinni/þættinum? • Hvernig eiga nemendur að vinna með efnið? Til að nemendur fái sem mest út úr áhorfinu er mikilvægt að kynna fyrir þeim efnið og að vinna verkefni fyrir áhorf. Nemendur þurfa að vera vel undirbúnir fyrir að horfa á myndina/þáttinn og gott er að þeir vinni verkefni fyrir áhorf með lykilorðaforða myndar- innar/þáttarins. Þá þurfa að vera verkefni með myndinni/þættinum en athuga þarf að hafa þau ekki svo flókin og fyrirferðarmikil að þau yfirskyggi ánægjuna við áhorfið. Gott getur verið að segja nemendum í örfáum orðum um hvað efnið fjallar þannig að þeir viti á hverju þeir eiga von. KVIKMYNDIR OG ÞÆTTIR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=