Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 69 Tónlist Flestir hafa gaman af að hlusta á tónlist. Með því að nota tónlist í tungumálakennslu má koma til móts við áhugasvið margra nemenda, vekja áhuga og auka við fjölbreytni í kennsluháttum. Tónlist hentar vel til að ná athygli nemenda og skapar góða stemningu. Hún er ein leið til að æfa sértækan hlustunarskilning, æfa framburð og hljómfall raddar- innar, kenna orðaforða og kynna menningu. Þá getur tónlist einnig gert nemendum auð- veldara að muna orð og orðatiltæki og auka tilfinningu fyrir tungumálinu. Það er þó varla hægt að læra erlent tungumál með því að hlusta eingöngu á tónlist en hún er góð til að vekja áhuga á tungumálinu. Í tónlistartextum hefur orðaröð stundum verið breytt og orð eru stundum afbökuð til að þau passi betur inn í textann eða rímið. Því er ekki hægt að ætlast til að nemendur skilji hvert orð í textum. Auðvelt er að finna danska tónlist á netinu t.d. á Spotify og Youtube og á fleiri tónlistar- veitum og textana má oftast finna á netinu. Erfiðast getur reynst að finna tónlist sem höfðar til nemenda og þar sem þeir skilja textann. Þegar valið er lag til notkunar í kennslu þarf m.a. að hafa eftirfarandi í huga að … • textinn sé ekki of flókinn • innihald textans taki mið af aldri markhópsins • framburður sé sæmilega skýr • endurtekningar (viðlag) heyrist við og við • hraði lagsins sé ekki of mikill • lagið hafi tengingu við orðaforða/þema sem búið er að vinna með TÓNLIST

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=