Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 68 Menningarlæsi Mikilvægt er að tengsl danska tungumálsins og danskrar menningar endurspeglist í kennslunni. Námið þarf að veita nemendum sýn á hefðir, siði, menningu og þjóðfélag í Danmörku. Kynni af dægurmenningu og samskiptaháttum eru nauðsynleg eigi nemendur að ná góðum tökum á tungumálinu. Mikilvægt er að gera menningu Danmerkur og annarra Norðurlanda sýnilega í kennslu- stofunni með því m.a. að nota efni sem fjallar á ólíkan hátt um málefni líðandi stundar. Með því að hengja upp menningartengd verkefni nemenda, og gera þau þannig sýnileg, er athygli vakin á menningu viðkomandi lands. Menning hefur mismunandi birtingamyndir í daglegu lífi þjóðar t.d. í fjölskyldumynstri, skólaumhverfi, talsmáta, samskiptaháttum, frítíma, bókmenntum, söngvum og hefðum. Með því að kynnast menningu annarra þjóða fá nemendur tækifæri til að víkka sjóndeild- arhring sinn og þannig átta sig á hvað er líkt og ólíkt menningu Danmerkur/Norðurlanda og þeirra eigin. Í námsefni til dönskukennslu sem gefið er út hjá Menntamálastofnun endurspeglast dönsk menning mjög víða í textum, myndefni og verkefnum og er ætlað að vekja athygli og áhuga nemenda á danskri menningu. „Tungumálið endurspeglar menninguna og menningin varpar ljósi á tungumálið.“ (Aðalnámskrá grunnskóla bls. 134). Hugmyndir til menningarmiðlunar Miðla má menningu á margvíslegan hátt, hér eru nokkrar tillögur: • Kynnast danskri/norrænni tónlist. • Horfa á danskar/norrænar kvikmyndir/stuttmyndir. • Lesa fréttir og tímarit á vefmiðlum. • Fylgjast með unglingamenningunni t.d. á vefmiðlum eða í kvikmyndum. • Vinna þemaverkefni um danska og aðra norræna menningu. • Hlusta á kynningar nemenda sem hafa búið í Danmörku eða á öðrum Norðurlöndum. • Vera í samskiptum við danska nemendur á neti eða í nemendaskiptum. • Taka þátt í samvinnuverkefni með nemendum í Danmörku. • Fara með nemendur í Norræna húsið (þar sem því verður við komið). • Benda nemendum á og ræða viðburði sem tengjast Danmörku á Íslandi. • Kynna fyrir nemendum danska daga í ýmsum bæjarfélögum t.d. Stykkishólmi. • Skoða hvað er í boði á dönskum dögum í ýmsum búðum, s.s. hvað er verið að selja? • Kynna sér danskar og aðrar norrænar kvikmyndir og þætti í íslensku sjónvarpi. • Kynna sér danskar/norrænar kvikmyndir og stuttmyndir í kvikmyndahúsum, tónleika og/eða aðrir listviðburði með norrænum listamönnum. • Hér má sjá upplýsingar og fjölbreytt verkefni á öllum Norðurlandamálum: • Norden i skolen • Norden • Nordiske sprogpiloter • Grannspraksundervisningen læreprojekt om Köbenhamn MENNINGARLÆSI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=