Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 MYNDEFNI 66 Teiknimyndasögur Hægt er að vinna með teiknimyndasögur á fjölbreyttan hátt eins og aðrar myndir. Nota má myndasögur úr námsefninu eða finna þær í bókum, blöðum eða á netinu. Einnig geta nemendur teiknað sínar eigin teiknimyndasögur. Hér eru hugmyndir um hvernig vinna má með teiknimyndir: • Nemendur búa sjálfir til teiknimyndasögur. ○ Nemendur teikna myndasögu út frá texta/orðaforða. Samtöl skrifuð í talblöðrur. Einnig má skrifa texta undir hvern ramma. • Nemendur skrifa texta í talblöðrur í tilbúnar teiknimyndasögur. • Nemendur skoða teiknimynd (í pörum eða minna hópum) og búa til samtal og leika það fyrir hvort annað. Dæmi um teiknimyndasögu: Tillaga 1 – Úr nákvæmni í flæði … Efnið kynnt, með því að skoða vel staka mynd/ramma eins og t.d. myndina þar sem strákur- inn er að setja saman hilluna eða myndina af krökkunum að horfa á skökku hilluna. Einnig má skoða sambærilega mynd á netinu ef að ekki á að afhjúpa teiknimyndina strax. • Nemendur ræða orðaforða, orðasambönd og málfræðiatriði tengt myndinni. • Nemendur vinna í pörum eða smærri hópum. Þeir fá að sjá alla teiknimyndina og búa til/ segja sögu út frá myndinni. • Nemendur skrifa söguna niður og leika hana. Tillaga 2 – Úr flæði í nákvæmni … Efnið kynnt. Nemendur sjá alla teiknimyndasöguna. • Nemendur skoða myndirnar og ræða þær. • Nemendur búa til og segja söguna. • Athygli er beint að áhugaverðum og nytsamlegum orðaforða, orðasamböndum og málfræðiatriðum. • Nemendur segja söguna af meiri nákvæmni. • Þeir skrifa söguna niður og leika hana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=