Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku

Danska | Fjölbreyttir kennsluhættir í dönsku |© Menntamálastofnun 2021 | 2869 MYNDEFNI 65 6. Þá sýnir kennarinn bekknum myndina og nemendur ræða niðurstöður. Hvað var t.d. erfiðast? 7. Nemendur skipta um hlutverk og fá aðra mynd. Verkefnið má útfæra á ýmsan hátt en þess þarf að gæta að nemendur þekki orðaforðann sem mynd- in sýnir til að eiga möguleika á að ræða um hana. Nýta má mynd úr námsefninu, þá er minni hætta á að nemendur kunni ekki orðaforðann sem þeir þurfa að nota til að lýsa persónunni eða hlutnum. Útfærsla : Kennari sýnir vitnum mynd af nokkrum hlutum sem staðsettir eru á víð og dreif á blaði og þeir eiga að leggja þá á minnið og lýsa þeim fyrir lögreglunni. Fleiri hugmyndir að verkefnum • Búa til ör-leikþátt: 1. Skrifa handrit að leikþætti út frá mynd. 2. Taka leikþáttinn upp og senda kennara. • Persóna/persónur á mynd segja frá sjálfri/sjálfum sér. 1. Nemendur skrifa eins mörg orð og þeir geta út frá mynd á fimm mínútum og t.d. keppa um hver er með flest orð. 2. Nemendur bera saman orðin í litlum hópum og skrifa niður orð sem þá vantaði. • Nemendur fá 10–20 stök orð og búa til setningar úr eins mörgum orðum og þeir geta. • Lýsa mynd fyrir öðrum – Paravinna. 1. B heldur á mynd af persónu sem A hefur ekki séð og bregður sér í hlutverk hennar. 2. A spyr B spurninga um persónuna, t.d. • Hvad hedder du? • Hvor gammel er du? • Hvad laver du? • Hvilket tøj har du på? • Hvilke interesser har du? • O.s.frv. 3. B svarar spurningunum út frá myndinni. 4. A reynir að lýsa persónunni í lokin eða jafnvel teikna mynd af henni. 5. Nemendur skipta um hlutverk. • Skrifa frumlegan titil við mynd. • Vinna með tengsl milli mynda. ○ Dæmi – Tvær myndir: 1. Kennari sýnir tvær ólíkar myndir, t.d. flugvél og kaffibolla. 2. Nemendur vinna í pörum og finna tengsl milli þessara tveggja mynda. 3. Þeir skrifa eða segja stutta sögu. 4. Að lokum eru sögurnar sagðar eða lesnar upp. • Nemendur segja frá mynd sem þeir hafa fundið á neti, í blaði eða hafa teiknað sjálfir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=